Arna Ýr sögð gera grín að feitum: „Konur eru bara svo ótrúlega fljótar að móðgast“

Nokkur umræða hefur skapast á meðal Íslendinga á Twitter síðan Arna Ýr Jónsdóttir sneri aftur til Íslands. Er hún sökuð um að gera grín að feitum með ummælum og myndbirtingum á samfélagsmiðlum.

Þetta kemur fram á Vísi.

„Ég nenni ekki að lesa öll þessi ummæli því fólk virðist ekki átta sig á um hvað málið snýst. Eigandi keppninnar sagði við mig að ég væri of feit og þess vegna gæti ég ekki verið flott uppi á sviði. Skilaboðin sem ég er að reyna að koma fram með er að það breytir engu hvernig ég lít út, hvort sem ég er feit eða ekki, þá get ég alltaf verið flott,“ segir Arna Ýr í samtali við Vísi.

Á Twitter má meðal annars sjá skjáskot sem birtist á Snapchat-aðgangi FM957

Þar stendur Arna með fýlusvip og gerir sig stóra með peysunni sinni. Á myndinni stendur: „Þessi feita er mætt.“

Arna Ýr segir að um kaldhæðinn brandara hafi verið að ræða, vegna eiganda keppninnar.

„Konur eru bara svo ótrúlega fljótar að móðgast og skrifa strax eitthvað á interneti,“ segir hún einnig í samtali við Vísi.

Hún segir að viðbrögð fólks taki á hana.

„Ég er núna að fá heimsathygli og það er þvílíkt mál fyrir mig, ég er bara 21 árs gömul. En ég er alls ekki að gera grín að feitum konum, maðurinn sagði bara við mig að ég gæti ekki verið flott, því ég væri of feit,“ segir Arna Ýr.

Hún segist ekki sjá eftir brandaranum.

„Ég er ekki ungfrú Ísland lengur og get ekki alltaf reynt að vera besta fyrirmyndin fyrir alla Íslendinga. Íslendingar eru dómharðasta fólk sem ég hef kynnst. Ég verð bara að halda mínu striki og reyna að fá fleiri tækifæri út úr þessu. Kannski sé ég eftir því að hafa orðað þetta grín á þann máta að fólk skilur það ekki. Mér finnst hálfþreytandi að vera að standa í þessu eftir allt sem ég er búin að ganga í gengum síðustu daga. Fólk er bara svo fljótt að dæma, segir Arna Ýr.

Arna Ýr tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í morgun

Auglýsing

læk

Instagram