Áslaug Arna selur íbúðina í Stakkholti

Þingkonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur sett íbúðina sína sem stendur við Stakkholt í Reykjavík á sölu. Íbúðin er tveggja herbergja og er 72 fm að stærð. Húsið var byggt árið 2014 en íbúð Áslaugar er á fjórðu hæð með gott útsýni.

Á fasteignavef mbl.is segir um íbúðna að þar sé fallegt um að litast. „Dökk­blá­ir vegg­ir setja svip sinn á heim­ilið, bæði í stofu og í svefn­her­bergi. Eld­húsið er opið inn í stof­una en þetta rými er með nýj­um inn­rétt­ing­um og með ljósu par­keti á gólf­um. Inn­rétt­ing­ar í eld­húsi og á baðher­bergi koma frá GKS og státa þær af góðu skápaplássi.“

Ásett verð er rúmar 46 milljónir. Hér að neðan má sjá myndir af íbúðinni

 

 

Auglýsing

læk

Instagram