Atli Fannar sýnir inn í hugarheim Sigmundar Davíðs

Atli Fannar Bjarkason, fyrrum ritstjóri Nútímans, birti fyndið myndband á Twitter í dag þegar hann sýndi inn í hugarheim Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Myndbandið er af stól sem gefur frá sér selahljóð.

Sjá einnig: Atli Fannar kvaddi Klausturgate þingmennina með þeirra eigin ógeðslegu orðum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er einn af þeim sex þingmönnum sem hafa vakið athygli fyrir atferli sitt á Klaustri bar í miðbæ Reykjavíkur í síðustu viku þar sem þeir töluðu meðal annars með niðrandi hætti í garð samstarfskvenna sinna, fatlaðra og samkynhneigðra.

Freyja Haralds er ein af þeim sem þingmennirnir töluðu með niðrandi hætti um en þeir líktu eftir sel þegar umræðan sneri að henni og kölluðu hana Freyju eyju.

Sigmundur Davíð hringdi í Freyju í kjölfarið og sagði henni að þetta væri misskilningur. Hann sagði að selahljóðin sem heyrðust á upptökunum hafi verið stóll að hreyfast. Þá segir hann einnig að uppnefnið Freyja eyja,  hafi verið jákvætt og vísi í vegg í húsnæði Miðflokksins sem var fjarlægður til að bæta aðgengi fatlaðra.

Blaðamaður Vísis afsannaði kenningu Sigmundar, um að selahljóðin hefðu verið frá stól, í dag en upptökur af hljóðum úr stólunum á Klaustur bar má nálgast á Vísi.

Atli Fannar virðist þó hafa fundið stól sem gefur frá sér selahljóð ef marka má myndbandið sem birtist á Twitter í dag.

Auglýsing

læk

Instagram