Héraðsdómur hafnar kröfu Miðflokksins

Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um að fram fari gagnaöflunarvitnaleiðslur fyrir dómi í Klaustursmálinu hefur verið hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta kemur fram á vef Stundarinnar í dag.

Krafan var sett fram vegna hugsanlegrar málsóknar á hendur Báru Halldórsdóttur sem tók upp samtal þingmanna á Klaustur bar þann 20. nóvember.

Í kröfunni var farið fram á að vitni sem tengjast veitingahúsinu yrðu leidd fyrir dóminn auk forsvarsmanna Alþingis og Dómkirkjunnar. Aðallega til að spyrja þá hvort þeir hefðu myndupptökur frá umræddu kvöldi.

Fjórmenningarnir úr Miðflokknum geta áfrýjað niðurstöðu dómsins til Landsréttar. Nú þegar er búið að kvarta til Persónuverndar, sem mun taka afstöðu til málsins. Einnig geta þau höfðað einkamál eða kært birtingu upptakanna til lögreglu.

Auglýsing

læk

Instagram