Auglýsing

Baltasar heldur eigið bransapartí á sama kvöldi og á sama tíma og Edduverðlaunin

Baltasar Kormákur og fyrirtæki hans RVK Studios blása til veislu á sunnudaginn. Heimildir Nútímans herma að leikurum og öðru þungavigtarfólki úr kvikmyndabransanum sé boðið og að tilefnið sé að fagna velgengni Ófærðar og tökulokum á nýjustu kvikmynd Baltasars: Eiðnum.

Veislan fer fram á bar í Reykjavík og hefst klukkan átta á sunnudaginn. Önnur bransahátíð fer fram sama kvöld og hefst á sama tíma: Edduverðlaunin.

Það vakti mikla athygli á dögunum að Ófærð fékk aðeins fjórar tilnefningar til Edduverðlauna: leikari í aukahlutverki, brellur, tónlist og leikið sjónvarpsefni. Baltasar er stofnandi RVK Studios og maðurinn á bakvið Ófærð og Eiðinn, sem hann leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í.

Margt af helsta þungavigtarfólki kvikmyndabransans á Íslandi tók þátt í þessum tveimur verkefnum. Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Nína Dögg Filippusdóttir og fleiri léku í Ófærð. Gísli Örn Garðarsson og Hera Hilmarsdóttir fara með hlutverk í Eiðnum. Spurningin er: Hvaða partí velja þau?

Baltasar var spurður út í Edduverðlaunin á Vísi á dögunum og sagðist ekki geta svarað af hverju Ófærð fékk svona fáar tilnefningar. „Þetta er smekkur manna. Það er bara þannig,“ sagði hann.

Veistu, ég nenni ekki að vera einhver fúll á móti. En, auðvitað er það klaufalegt að Ófærð sé með þetta fáar tilnefningar. Handritið hefur verið lofað, í Guardian til dæmis, og sagt jafnvel betra en Brúin, jafn fáguð kvikmyndagerð og meira „intense“ og „claustrophobic“ en Forbrydelsen.

Hann segir á Vísi að það hafi alltaf verið markmið hans að komast inn á þá slóð fetuð var í þáttunum sem hann nefnir. „Og það hefur tekist og rúmlega það,“ segir hann á Vísi

„Það sætir furðu að litið sé hjá fagfólkinu sem starfaði að Ófærð, til dæmis sé litið til þess að Bergsteinn Björgúlfsson var tilnefndur til stærstu tökumannaverðlauna í heimi fyrir Ófærð; Camera Image í Póllandi, eftir að fyrsti þátturinn hafði verið sýndur.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing