Auglýsing

Balti er mættur á Edduna

Leikstjórinn Baltasar Kormákur er mættur á Edduverðlaunin. Óvissunni er eytt.

Frétt um að hann og fyrirtæki hans RVK Studios ætli einnig að veislu í kvöld á tíma og Edduverðlaunin vakti talsverða athygli. Baltasar var að ljúka tökum á kvikmyndinni Eiðurinn í kvöld og sagðist í samtali við Nútímann í vikunni ekki vera viss um að komast á Edduna.

Sjá einnig: Veisla Baltasars ekki haldin til höfuðs Eddunnar, enginn annar dagur kom til greina

Í samtali við Nútímann sagði Baltasar að enginn annar tími hafi komið til greina fyrir veisluna, verið var að ljúka tökum þennan dag og daginn eftir væri hann floginn til útlanda.

Baltasar sagði af og frá að veislan hans sé á einhvern hátt haldin til höfuðs Eddunnar. Það sé til siðs að fagna tökulokum og nú er einnig tilefni til að fagna gríðarlegri velgengni Ófærðar. Þetta hittist einfaldlega svona á en hann á engu síður von á margmenni, hvort sem fólk mæti þegar veislan hefst eða eftir Edduverðlaunin.

Baltasar varð fimmtugur í gær þannig að veislan hans í kvöld verður óhjákvæmilega með afmælisívafi.

„Það er náttúrulega áfall. En það er samt betra en að vera ekki fimmtugur,“ sagði Baltasar laufléttur í vikunni spurður út í stórafmælið. „Ég sá þetta ekki fyrir mér. Svo fannst mér eiginlega meira sjokk þegar ég heyrði að það er 30 ára útskriftarafmæli úr MR í vor.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing