Bam Margera sendir Gísla Pálma kalda kveðju: „Þessi náungi lamdi mig í klessu“

Jackass-meðlimurinn Bam Margera er greinilega ekki búinn að gleyma síðustu Íslandsferð sinni. Hún endaði með ósköpum þegar sauð upp úr baksviðs á Secret Solstice hátíðinni.

Margera sendir rapparanum Gísla Pálma einhvers konar kveðju á Instagram-síðu sinni. Kveðjan virðist vera köld þó vð viðurkennum að við skiljum hana ekki alveg.

Það eina góða var að Vanillu-Ísland lamdi mig í klessu. Andskotinn. Þessi náungi lamdi mig í klessu á meðan ég var að tala við annan gaur. Ósanngjarnt.

Hér má sjá myndina sem Margera birti af Gísla Pálma ásamt kveðjunni.

Í viðtali í Harmageddon á dögunum þakkaði rapparinn Egill Tiny Gísla Pálma fyrir að koma sér til hjálpar þegar félagar Margera veittust að honum.

Athafnamaðurinn Leon Hill, sem Bam Margera var að leita að þegar upp úr sauð á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sagði í yfirlýsingu Margera ljúga um málsatvik og hvatti fólk til að láta Gísla Pálma og Egil Tiny í friði.

Sjá einnig: Hver er Leon Hill?

Í yfirlýsingunni fór Hill yfir hvernig hann kynntist Margera. Hann hafnar ásökunum um að hafa stolið peningum frá Margera í gegnum Youtube-rás hljómsveitar hans.

Þá sagði hann Margera hafa hótað og ógnað fólki á Secret Solstice áður en upp úr sauð. Loks bað Hill íslensku þjóðina afsökunar á þessu veseni.

Auglýsing

læk

Instagram