Auglýsing

Bandaríski ferðamaðurinn naut útsýnisins á leiðinni á Sigló: „Ég hef aldrei séð annað eins“

Bandaríska ferðmanninum, sem ók á Laugarveg á Siglufirði í stað Laugavegs í Reykjavík, fór að gruna að það væri ekki allt með felldu þegar hann sá að skiltin á leiðinni vísuðu í ranga átt. Hann treysti hins vegar GPS-tækinu. Þetta kemur fram á Vísi.

Sjá einnig: Hótel Frón leiðréttir stafsetningarvilluna, hótelstjórinn ætlaði ekki að trúa þessu

Hann heitir Noel Santillan og er 28 ára markaðsmaður frá New Jersey. Í samtali við Vísi kemur fram að hann fór að gruna að ekki væri allt með felldu eftir klukkutíma akstur frá Reykjavík þar sem skiltin vísuðu í ranga átt. Stefnan var hins vegar rétt samkvæmt GPS-tækinu enda var það að vísa honum á Siglufjörð.

Ég naut útsýnisins. Stórkostleg fjallasýn, ég hef aldrei áður séð annað eins og hestarnir. Ég var þreyttur eftir flugferðina og vildi komast sem fyrst á áfangastað.

Í samtali við Vísi kemur fram að Noel hafi verið ráðlagt að halda sig á sunnanverðu landinu vegna þess að veðurspáin var slæm. Hann var á smábíl og færðin var svo slæm að hann þorði ekki að stoppa til að taka myndir. „Ég hefði gjarnan viljað vera á fjórhjóladrifnum bíl,“ segir Noel og á Vísi.

Noel segir á Vísi að móttökurnar á Siglufirði hafi verið alveg frábærar og að honum liði mjög vel þar þó stefnan sé tekin á höfuðborgina.

Myndin hér fyrir ofan er af Laugarvegi 22 á Siglufirði — húsinu sem GPS tækið vísaði Noel á í gærkvöld. Við þökkum vefnum Siglfirðingi fyrir myndina.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing