Ber kvenmannsbrjóst velkomin í sundlaugina á Akranesi

Auglýsing

Nýjar reglur um sundfatnað fólks í Jaðarsbakkalaug á Akranesi eru væntanlegar og starfsfólk mun framvegis ekki að gera athugasemdir við að fólk sé bert að ofan í lauginni. Þetta segir Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi.

Diljá Sigurðardóttur var á dögunum vísað upp úr Jaðarsbakkalaug á Akranesi fyrir það eitt að vera ber að ofan. Í frétt Nútímans um málið kom fram að Diljá hafi neitað að yfirgefa sundlaugina en baðvörðurinn sagðist vera að bregðast við kvörtun.

Baðvörðurinn brást ekki vel við ábendingum um að karlmennirnir á svæðinu væru berir að ofan og spurði hvort þær ætluðu virkilega að taka þessa umræðu. Sagði hún að það væri ekki Free the Nipple-dagurinn áður en hún gekk í burtu.

Málið vakti mikla athygli en í ljós kom að engar opinberar reglur eru um sundfatnað kvenna í lauginni. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, lýsti svo yfir að ekkert annað væri í stöðunni en að setja verklagsreglur um notkun baðfatnaðar í sundlaugum bæjarins.

Auglýsing

Hörður Kári segir í samtali við Nútímann að tímaspursmál sé hvenær nýjar reglur gangi í gegn. „Við eigum eftir að vinna aðeins í þessu,“ segir hann.

En í framtíðinni verður það val hvers og eins hvort hann eða hún verði ber að ofan eða ekki í sundi. Við höfum sagt starfsfólki okkar að ekki verði gerðar athugasemdir ef einhver er ber að ofan í sundi hjá okkur.

Hörður bætir þó við að skiptar skoðanir hafi verið um málið hjá þeim sem tóku þessa ákvörðun.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram