Auglýsing

Birti nektarmyndir af sjálfri sér eftir að henni var hótað með þeim: „Með öðrum orðum hér eru brjóstin á mér“

Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti nektarmyndir af sjálfri sér á Twitter á laugardaginn. Með myndunum fylgja skilaboð frá einstakling sem hafði komist yfir myndirnar og hótað að birta þær.

„Í gær var brotist inn í tölvuna mína og öllu dótinu mínu þar stolið. Mér hefur verið hótað með eigin nektarmyndum í 24 klukkustundir. Mér líður ógeðslega, mér líður eins og einhver sé að fylgjast með mér og mér líður eins og einhver hafi tekið frá mér eitthvað sem var bara ætlað sérstakri manneskju,“ skrifar Bella við færsluna.

Bella segir að hún hafi ákveðið að birta myndirnar til þess að fá valdið yfir líkama sínum til baka. Of lengi hafi hún látið karlmenn stjórna sér.

„Ég get sofið í nótt vitandi að ég tók valdið til baka. Hér eru myndirnar sem hann hefur hótað mér með, með öðrum orðum hér eru brjóstin á mér,“ skrifar Bella.

Hún bætir svo við að þrjóturinn ætti að passa sig þar sem að hann eigi von á heimsókn frá Alríkislögreglunni í Bandaríkjunum. Hann hafi einnig sent henni myndir af öðrum frægum konum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing