Segir sorglegt að fólk noti #freethenipple vegna málverkanna sem voru fjarlægð: „Snýst um að rétt kvenna til að stjórna því hvernig brjóst þeirra eru sýnd og skilgreind“

Baráttukonan Nanna Hermannsdóttir segir sorglegt að heyra fólk nota nafn #freethenipple til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn í pistli á Facebook. Málverk eftir Gunnlaug Blöndal af berbrjósta konum voru fjarlægð úr Seðlabankanum og hefur ákvörðunin verið umdeild.

Myndirnar höfðu valdið starfsfólki óþægindum og hafa margir tjáð sig um að það sé viðkvæmni. Nanna segist ekki hafa nennt að svara því fólki en þegar ákvörðunin var tengd við frelsun geirvörtunnar og feminíska baráttu hafi hún byrjað að skrifa.

„Það er sorglegt að heyra einhvern nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún snerist í raun gegn. #FreeTheNipple snýst um að rétt kvenna til að stjórna því hvernig brjóst þeirra eru sýnd og skilgreind. Brjóstabyltingin snýst ekki um að karlar megi núna hafa naktar konur á skrifstofunni sinni ef undirmönnum þeirra og samstarfsfélögum finnist það óþægilegt,“ skrifar Nanna.

„List sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra. Að kalla þetta ritskoðun sýnir að viðkomandi hefur ekki skilið um hvað málið snýst í raun.“

Auglýsing

læk

Instagram