Berrössuð fyrirsæta á tindi Taranaki veldu usla í Nýja-Sjálandi: „Við biðjum fólk um að sýna virðingu“

Nektarmynd sem Playboy-fyrirsætan Jaylene Cook birti af sjálfri sér á Instgram hefur valdið miklum usla í Nýja-Sjálandi. Myndin er tkein á tindi Taranaki-eldfjallsins en fjallið er heilagt í augum Maóra og eru þeir afar reiðir yfir uppátækinu. Þetta kemur fram á vef BBC.

Dennis Ngawhare, talsmaður Maóra, segir í samtali við BBC að myndin sé mjög óviðeigandi. „Þetta er eins og einhver færi inn í Péturskirkjuna í Vatíkaninu og tæki þar nektarmynd,“ segir hann.

 Við biðjum fólk einfaldlega um að sýna virðingu. Þetta er bara annað pirrandi dæmi um að fólk kunni augljóslega ekki að haga sér sómasamlega hérna.

Myndin sýnir ótrúlegt útsýni í rúmlega 2.500 metra hæð yfir sjávarmáli og hefur fengið rúmlega 10 þúsund læk. Sjálf segist hún ekki hafa áttað sig á að myndin færi fyrir brjóstið á fólki.

Auglýsing

læk

Instagram