Auglýsing

Best klæddi veðurfræðingur landsins minnir á James Bond: Klæðir sig eftir skapi, ekki veðri

Veðurfræðingurinn Theodór Freyr Hervarsson hefur vakið athygli undanfarið fyrir klæðaburð sinn í veðurfréttum RÚV. Theodór hefur klætt sig upp í sitt fínasta púss og þykir stundum minna á sjálfan James Bond.

Í samtali við Nútímann segir Theodór að hann hafi ákveðið að prófa sig aðeins áfram í klæðaburðinum, meðal annars með hálstaui. „Ég hef ekki verið mikill hálstausmaður í gegnum tíðina og langaði að prófa eitthvað nýtt og byrjaði á því að seta á mig slaufur,“ segir Theodór.

Hann segir þetta ekki vera nýja stefnu hjá veðurfræðingunum á RÚV heldur bara persónulega tilbreytingu. Klæðaburður Theodórs hefur vakið talsverða athygli og áhorfendur hafa meira að segja sett hann í samhengi við sjálfan James Bond. Theodór segir að myndbandið sé mjög viðeigandi og skemmtilegt. „Það var mjög gaman að þessu,“ segir hann.

„Vinir mínir fóru að gantast í mér um hvað málið sé og hvaða djók þetta væri hjá mér. Ég sagði að ég væri ekkert að djóka með þetta, þetta væri bara eitthvað nýtt þar sem ég er búinn að vera í 10 ár í veðrinu og aldrei verið mikið að spá í fatastílnum mínum,“ segir hann.

Aðspurður út í hvort að smókinginn snúi aftur í veðurfréttirnar og hvort það eigi eftir að tengjast veðrinu eitthvað segir Theodór það koma í ljós. „Það gæti vel verið. Það væri líklegast ekki eftir veðri, meira eftir skapi,“ segir hann hress.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing