Beyoncé, Bubbi og fullnægingar í Kópavogi: Tólf mest lesnu fréttir ársins

Nútíminn fór í loftið 25. ágúst á þessu ári og síðan þá hefur ýmislegt gengið á, eins og listinn yfir mest lesnu fréttirnar sýnir.

Mögulega kannist þið aðeins og vel við fréttirnar sem eru í efstu sæti listans. Nútíminn hefur nefnilega aldrei verið vinsælli en einmitt nú og það er því eðlilegt að frekar nýjar fréttir toppi listann. Inni á milli má finna ansi skemmtilegar fréttir frá því í haust sem gaman er að rifja upp. Gjörið svo vel!

 

12. Bubbi sendir Óla Geir tóninn: „Hringdu í fólkið sem þú fokkaðir“

Mikla athygli vakti þegar plötusnúðurinn umdeildi Óli Geir setti nýtt hvatningarmyndband á netið. Skilaboð myndbandsins voru að gefast ekki upp þrátt fyrir mótlæti og vakti það ansi misjöfn viðbrögð.

Lestu fréttina.

11. Titringur á RÚV vegna gríns Dóra DNA um Rás 2

Dóri DNA birti grínskets um Rás 2 á Rás 2 og fór það fyrir brjóstið á starfsfólki Rásar 2. Grínið var vægast sagt umdeilt á RÚV og þurfti að fara í gegnum margar síur til að komast í loftið.

Lestu fréttina.

10. Auddi Blö í hrikalegu formi í óbirtum trailer fyrir nýja þáttinn hans Steinda


Auddi Blö hefur verið duglegur í ræktinni undanfarin ár. Hann sýndi byssurnar í þættinum um Hrein Skjöld sem sýndur er á Stöð 2 og vöktu þær gríðarlega athygli.

Lestu fréttina.

9. Hrekktu Egil Gillz: Skrifstofan fékk Liverpool-yfirhalningu

Egill Einarssonar var hrekktur af vinnufélögum sínum í Sporthúsinu. Viðbrögðin náðust á myndband og Egill boðaði hefnd — hefnd sem hann á ennþá eftir að framkvæma.

Lestu fréttina.

8. Sigríður Elva hefnir sín á Loga Bergmann

Sigríður Elva og Logi Bergmann hafa verið í vinnustaðarstríði undanfarin misseri. Logi hefur verið duglegri en mikla athygli vakti þegar Sigríði tókst að hefna sín.

Lestu fréttina.

7. Emmsjé Gauti sýnir lífið eftir djamm

Rapparinn Emmsjé Gauti hatar ekki að djamma. En miðað við þessar myndir þá hatar djammið hann. Við segjum svona!

Lestu fréttina.

6. Gerard Butler og Halli Hansen koma öldruðum ferðamanni til hjálpar

Gerard Butler skrapp til Íslands í september og ferðaðist víða ásamt Halla Hansen, félaga sínum. Nútíminn flutti nokkrar fréttir af ferðum Butler en þessi var langbest.

Lestu fréttina.

5. Fullnægir konum í bakhúsi í Kópavogi

Við héldum að internetið myndi springa þegar við birtum þessa frétt af manni í Kópavogi með ansi erótískt áhugamál.

Lestu fréttina.

4. Andri Freyr brjálaður í beinni: „Eruði hálfvitar?“

Þegar fréttir bárust af áhuga fólks á nýjum og rándýrum íbúðum í Skuggahverfinu var Andra Frey nóg boðið. Og það í beinni útsendingu á Rás 2.

Lestu fréttina.

3. Jón Jónsson hjálpaði blóðugum manni

Það var í tísku að hjálpa náunganum á árinu. Vonum að það haldi áfram. Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson var snöggur að bregðast við þegar hann sá mann detta beint á nefið fyrir utan Höfðatorg og Jói á Fabrikkunni tók upp þetta mynband.

Lestu fréttina.

2. Þetta gerist þegar hljómsveitir fá einnota myndavélar á Airwaves

Ansi margir vildu sjá Iceland Airwaves-hátíðina frá sjónarhóli hljómsveitanna og fréttin var sú næst mest lesna á árinu.

Lestu fréttina.

1. Beyoncé birtir fullt af myndum frá Íslandi

Heimsókn Beyoncé og Jay-Z til landsins vakti skiljanlega gríðarlega athygli en Nútíminn sagði fyrstur fjölmiðla frá væntanlegri komu þeirra. Beyoncé birti svo á dögunum ansi skemmtilegar myndir frá ferðalaginu sem allir, og þá meinum við eiginlega allir, virðast vera búnir að sjá.

Lestu fréttina.

Auglýsing

læk

Instagram