Bikiní-ráðgjöf Fréttablaðsins vekur athygli: „Maginn helst sléttur ef borðuð er hnefafylli af mat í einu“

Auglýsing

Nokkur ráð um hvernig konur geta verið „flottar í bikiníi“ er að finna í Fréttablaðinu í dag, nánar tiltekið í kynningarblaðinu Fólk. Á meðal þess sem fólki er ráðlagt er að borða hnefafylli af mat í einu til að fá sléttan maga og hvernig á að sitja til að fela fitu.

Margrét Maack bendir á umfjöllunina á Twitter-síðu sinni og segir: „Nei hættið nú alveg að snjóa. Fokkðis í bikiníi.“

Í umfjölluninni er fólki sagt að varast saltan mat og sætindi þremur dögum fyrir bikinísýningu. „Forðist líka baunir, lauk og brokkólí sem valdið getur
uppþembdum maga en borðið í staðinn vatnslosandi spínat, sellerí og tómata,“ segir þar.

Þá kemur fram að „tómur magi sé á stærð við hnefa“ og að „maginn haldist sléttur ef borðuð er hnefafylli af mat í einu“. Fólk er því hvatt til að hafa þurrkaða ávexti og hnetur við hendina í passlegum skömmtum.

Auglýsing

Loks kemur fram að það skipti máli hvernig setið er í bikiníi. „Að sitja á rassinum og draga hnén að sér er einkar falleg stelling. Það lyftir upp mögulegri
fitu af mjöðmum og dregur athygli að efri hluta líkamans og hnjám,“ segir í umfjölluninni.

„Gott er að ýta sér aðeins dýpra ofan í sandinn ef hylja á hugsanlega aukakeppi á rassi og mjöðmum.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram