Brjóstabylting á Twitter: Barist fyrir frelsun geirvörtunnar

Íslensk stúlka birti mynd af sér þar sem hún var ber að ofan á Twitter seint í gær. Fólk kippti sér lítið upp við það þangað til ungur maður gerði lítið úr stúlkunni í hádeginu í dag. Stuðningsyfirlýsingum hefur rignt yfir stúlkuna síðan.

Sjá einnig: #FreeTheNipple dagur í framhaldsskólum í Reykjavík

Bæði stúlkan og pilturinn hafa fjarlægt umræddar færslur en eftir stendur að kassamerkið #freethenipple er notað til að krefjast þess að konur geti verið berar að ofan á myndum, rétt eins og karlar, án þess að þær séu að reyna að vera kynþokkafullar.

Það má segja að Twitter sé á hliðinni vegna málsins en færslur sem merktar eru #freethenipple hreinlega streyma inn á samfélagsmiðilinn í svo miklu mæli að hægt er að tala um litla byltingu.

https://twitter.com/Tinnabenedikts/status/580744519865540608

https://twitter.com/Tinnabenedikts/status/580744519865540608

Stúlkur hafa mótmælt með því að birta myndir af sér berum að ofan ásamt því að leggja til að frelsa geirvörtuna í druslugöngunni í sumar. Umræðan snýst um að fólk sé sátt við líkama sína og að það hafi frelsi til að ráða yfir þeim.

Hér má sjá íslensku #freethenipple umræðuna í fullum gangi:


Auglýsing

læk

Instagram