Brynjar Níelsson segir hrunið notað í pólitískum tilgangi: „Menn vilja halda þessu lifandi“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Óðinn Jónsson á Morgunvakt Rásar 1 í morgun að upprifjun á hruninu væri gjarnan notuð í pólitískum tilgangi af stjórnmálamönnum. Það er Rúv.is sem greinir frá þessu.

„Ég upplifi það aðeins að þetta er notað í pólitískum tilgangi. Það áttu ákveðnir pólitíkusar að bera ábyrgð á hruninu og þá er mjög gott, sérstaklega svona á afmælisári, að rifja upp að þú barst ábyrgð á þessu, ekki ég. Ég held að við höfum öll borið einhverja ábyrgð á þessu,“ sagði Brynjar en í þættinum ræddu þeir Óðinn um hvernig til hafi tekist að endurvinna traust landsmanna til Alþingis eftir kjölfar hrunið.

Brynjar sagði marga eiga erfitt með að leggja hrunið til hliðar og halda áfram. „Það er eins og menn nái ekki að ýta þessu til hliðar og líta fram á veginn. Ég kann enga skýringu á þessu. Það er einhvern veginn þannig að menn vilja halda þessu lifandi. Það er kannski hluti af pólitíkinni,“ sagði Brynjar.

Viðtalið við Brynjar í heild sinni má nálgast hér.

Auglýsing

læk

Instagram