Brynjar Níelsson vill ekki að MMA sé bannað: „Tel að fullráða fók eigi að ráða yfir líkama sínum“

Umræðan um hvort lögleiða eigi blandaðar bardagalistir, eða MMA á Íslandi skýtur reglulega upp kollinum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfsæðisflokksins, sá ástæðu til þess að tjá sig um málið á Facebook í dag en hann er mótfallinn því að íþróttin sé bönnuð.

Brynjar sem segist fullkomalega áhugalaus um íþróttina telur að fullráða fók eigi að ráða yfir líkama sínum. „Ég er ekki ólíkur femínistum að því leyti að ég tel að fullráða fók eigi að ráða yfir líkama sínum,“ segir hann.

Öfugt við þá tel ég að fólk eigi að ráða yfir líkama sínum líka þegar það gerir eitthvað með hann sem mér er ekki þóknanlegt. Í því felst fegurð frelsisins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi fyrirspurn til Kristjáns Þórs Júlíssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, í júní þar sem hún spurði hvort hann ætlaði að leyfa MMA með eftirliti opinerra aðila.

Kristján hefur ekki svarað. Áslaug Arna vill einig vita hvort einhver vinna hafi farið fram á vegum ráðuneytisins til að leggja mat á framkvæmd og áhrif þess að leyfisskylda blandaðar bardagaíþróttir. Tvö ár eru liðin frá því að Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á málinu á Alþingi.

Auglýsing

læk

Instagram