Bubbi segir skynsamlegt að lögleiða kannabis: „Láta ríkið sjá um sölu og framleiðslu“

Bubbi Morthens segir skynsamlegt að lögleiða kannabis og láta ríkið sjá um sölu og framleiðslu á kannabisplöntunni. . Þetta kemur fram á DV.is.

Umræðan um lögleiðingu á t.d. kannabisefnum hefur skotið reglulega upp kollinum undanfarið.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði til að mnda nefnd í fyrra sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu.

Þá lét leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson til sína taka í umræðunni í gær í kjölfarið á því að fréttir bárust af rapparanum Sævari Poetrix sem neitar að mæta í dómsal en hann er ákærður fyrir vörslu kannabisefna.

Bubbi segir á DV.is að fjárhagslegi ávinningurinn af sölu ríkisins á kannabisefnum myndi renna í forvarnir og umönnun þeirra sjúkustu.

Þetta eru svo miklir peningar að það væri hægt að nota þetta víðar.

Bubbi lýsti því yfir á dögunum að hann væri orðinn Pírati. Skoðun hans á þessum málum rímar við stefnu flokksins, að afglæpavæða fíkniefnaneyslu.

Spurður á DV.is hvers vegna hann sé hlynntur því að lögleiða kannabisefni spyr hann hvort fangelsa eigi virka alkóhólista.

„Eigum við að dæma fólk í fangelsi fyrir að misnota áfengi? Kannabisneysla er gríðarlega víðfermd og mjög algeng. Hún er ekki lengur bundinn við 68-kynslóðina, þetta er ekki lengur bundið við unga hippa sem vilja breyta kerfinu,“ segir hann.

„Í dag erum við með neytendur frá 12 ára aldri og upp í sjötugt. Í þeim löndum þar sem refsistefnan hefur verið keyrð með svipuðum hætti hér á landi eru fangelsin yfirfull af ungu fólki sem hefur lent í því að ánetjast kannabis, þeim sem rækta þetta til eigin nota og þeim sem rækta til að selja öðrum. Ég tel þetta löngu tapað.“

Auglýsing

læk

Instagram