Búið að koma jólageitinni fyrir við IKEA, orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í gegnum tíðina

Jólageitin, sem hefur í gegnum árin orðið fyrir ýmsum skakkaföllum, er mætt fyrir utan IKEA í Kauptúni í Garðabæ.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu IKEA.

„Hún er komin! Hún hefur beðið þolinmóð síðan í janúar eftir að láta ljós sín skína og fær nú loks að skarta sínu fegursta á hólnum. Já, við erum að sjálfsögðu að tala um geitina okkar sem boðar jólin og vekur jafnan athygli. Í gegnum tíðina hefur hún orðið fyrir ýmsum skakkaföllum, ýmist af annarra völdum eða eigin, en hún rís alltaf aftur. Sjón er sögu ríkari,“ segir á síðunni.

Fyrir utan IKEA er einnig að finna grenitré með ljósaseríu.

Þess má geta að enn eru rúmlega tveir mánuðir til jóla.

Auglýsing

læk

Instagram