Búllan óttast ekki hamborgarasamkeppnina: Röð út úr dyrum á Tommi’s í Malmö

Hamborgarabúlla Tómasar opnaði við Cos­mopol-spila­vítið í Mal­mö í Svíþjóð í dag. Fullt var út úr dyrum enda var búið að lofa fríum hamborgurum í allan dag.

Sjá einnig: Búllan grillar 1.100 hamborgara fyrir Disney

Valdimar Geir Halldórsson, rekstrarstjóri Búllunnar í Köben, er einnig á bakvið Búlluna í Malmö. Hann segir í samtali við hið sænska Sydsvenskan að rekstrarstjóri Búllunnar í Malmö hafi fundist fyrir tilviljun þegar hann var að skoða sig um í borginni.

Hann gekk inn í verslun og spurði með hverjum væri gott að vinna. Honum var bent á hinn ástralska Will Oldfield sem flutti til Malmö fyrir nokkrum árum. Fyrsta verkefnið hans var að finna rétta húsnæðið undir staðinn.

„Húsnæðið minnti okkur á Búlluna í Reykjavík. Svo er frábært að vera svona nálægt almenningsgarðinum,“ segir Valdimar.

Samkeppnin er hörð í Malmö og á vef Sydsvenskan kemur fram að margir frábærir hamborgarastaðir séu í borginni. Valdimar óttast ekki samkeppnina.

Við kunnum vel að meta samkeppnina. Þau bjóða upp á frábæra hamborgara sem gerir bara áhugaverðara að opna hérna. Við einblínum á gæði og einfaldleika.

Félagarnir stefna á að gefa fleiri hamborgara í dag en voru gefnir á opnuninni í Köben: 1.200 stykki.

Auglýsing

læk

Instagram