Conor McGregor klippti aðdáanda sinn út af mynd og aðdáandinn náði fram hefndum

Írski bardagakappinn Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez á bardagakvöldinu UFC 205 um helgina. Hann varð þar með fyrsti maðurinn til að bera tvo titla á sama tíma í UFC en hann er bæði ríkjandi fjaður- og léttvigtarmeistari.

Conor fór ekki leynt með dálæti sitt á New York, þar sem bardagakvöldið fór fram. Hann spígsporaði um stræti borgarinnar og hitti meðal annars Erin Safran, aðdáanda sinn, sem fékk að mynd af sér með goðinu.

Myndina birti hún á Instagram. Eins og maður gerir

View this post on Instagram

Three legends.

A post shared by Erin Safran (@erinsafran) on

Nema hvað.

Conor birti myndina einnig á Instagram-aðgangnum sínum, sem rúmlega átta milljónir manna fylgja. Myndin var nákvæmlega sú sama og Erin birti, fyrir utan eitt lítið smáatriði.

Hún og vinur hennar voru horfin — fyrir utan hluta andlits hennar

View this post on Instagram

Gucci mustard

A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on

Erin fór á Twitter og hughreysti fólk sem átti slæman dag; enginn annar hafði þó lent í því að láta sjálfan Conor McGregor klippa sig út af mynd

En hún dó ekki ráðalaus. Erin endurbirti myndina á Twitter, klippti Conor út og vitnaði í ódauðleg orð hans frá því eftir bardagann um helgina: „Ég vil biðjast afsökunar … á nákvæmlega engu!“ Vel spilað, Erin!

Auglýsing

læk

Instagram