Conor McGregor sendi Floyd Mayweather Jr. skýr skilaboð í teinum jakkafata sinna: „Fuck you“

Teinarnir á jakkafötum Conor McGregor stöfuðu „fuck you“ á blaðamannafundi fyrir boxbardaga hans og Floyd Mayweather Jr. í Los Angeles í kvöld. Fundurinn var fjörugur eins og við mátti búast en þeir skiptust á að láta hvorn annan heyra það.

Conor sagði meðal annars frá skilaboðunum á jakkafötum sínum en engin leið var að rýna í þau á fundinum. Myndin hér fyrir ofan, þar sem búið er að þysja inn á fötin, sýna hins vegar að skilaboðin til Floyd: „Fuck you“.

Sjá einnig: Hálfviti vinnur boxbardaga

Floyd Mayweather Jr. og Conor McGregor mætast í boxbardaga í Las Vegast 26. ágúst. Blaðamannafundur í Los Angeles í kvöld var sá fyrsti af fjórum. Þeir verða svo í Toronto í Kanada á morgun, í Brooklyn í New York á fimmtudaginn og loks á Wembley í London á föstudaginn.

Flyod Mayweather er talinn einn af bestu boxurum allra tíma. Hann hefur barist 49 sinnum sem atvinnumaður og hefur aldrei tapað. Conor McGregor er heitasti bardagakappi heims um þessar mundir og er núverandi UFC-meistari í léttvigt. Hann skoraði Mayweather á hólm þrátt fyrir að sérhæfa sig í blönduðum bardagalistum en ekki boxi.

Auglýsing

læk

Instagram