Daði Freyr og Árný ferðuðust í 36 klukkutíma á leið til Íslands: „Þetta er hætt að vera fyndið”

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr og listakonan Árný Fjóla eru komin heim til Íslands en þau bjuggu í Kambódíu í vetur. Árný og Daði hafa sent frá sér vefþætti frá dvölinni í Kambódíu og Suðaustur-Asíu í allan vetur en síðasti þátturinn kom út á Facebook-síðu þeirra í dag.

Í þættinum sem má sjá hér að neðan fara Árný og Daði í heimsókn í Disneyland í Hong Kong og sýna svo frá ferðalaginu frá Asíu til Íslands.

Sjá einnig: Myndband: Daði Freyr bjó til magnað lag úr ísskáp, flösku og smjatti í Kambódíu

Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig en þau þurftu að sætta sig við ýmsar breytingar og frestanir á flugum sínum. Að lokum komust þau þó heim til Íslands í sveitina.

Auglýsing

Í sumar mun Daði Freyr spila og skemmta á Íslandi og Árný mun mála myndir og mjólka kýr. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum þeirra áfram á Facebook síðum þeirra, Árný Fjóla og Daði Freyr, og á instagram, dadimakesmusic og arnyfjola.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram