Daði og Árný flytja til Kambódíu: „Við Árný ætlum að vera saman allavegana, ég veit það“

Auglýsing

Kærustuparið Daði Freyr og Árný, sem slógu í gegn í Söngvakeppni Sjónvarpsins í vetur, ætla að flytja tímabundið til Kambódíu á næstunni. Þetta kemur fram í Stúdentablaðinu.

Í viðtali í Stúdentablaðinu segist Daði ætla að halda áfram að búa í Berlín eftir að hann klárar námið sitt í vor. „Ég kem eitthvað heim í sumar í kringum hátíðir til að spila, en þess á milli verð ég í Berlín að vinna að meiri tónlist,“ segir hann.

Eftir sumarið, sennilega eftir Airwaves, ætlum við Árný svo að flytja til Kambódíu í sirka hálft ár til að kynnast nýrri menningu, gera tónlist og hafa það gott.

Spurður út í framtíðina segist Daði ekki hafa spáð mikið í henni. „Við Árný ætlum að vera saman allavegana, ég veit það. Annars bara tónlist. Ég vil gera tónlist í framtíðinni. Það er draumurinn,“ segir hann í Stúdentablaðinu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram