Dauður hórmangari vann kosningasigur í Nevada

Dennis Hof, repúblikani, vann kosningasigur í fylkisstjórn Nevada örrugglega með því að fá tvisvar sinnum fleiri atkvæði en mótherji sinn, demókratinn Lesia Romanov. Hann lést 15.október síðastliðinn þegar enn voru þrjár vikur til kosninga.

„The Trump of Pahrump“

Hann fór ekki leynt um að fyrirmynd hans í stjórnmálum hafi verið Donald Trump. Dennis var sjálfur raunveruleikastjarna úr HBO þáttaröðinni Cathouse, sem fjallaði um starfsmenn vændishúsins Moonlite BunnyRanch. Hann var ef til vill ólíkur öðrum hórmöngurum að því leiti að hann leitaðist eftir sviðsljósinu, mögulega til að vekja athygli á vændishúsum sínum, en það er ólöglegt að auglýsa vændishús í Nevada fylki.

Samfélagslegar áherslur

Samkvæmt Business Insider rak Dennis nokkur vændishús í  Nevada og bauð sig fram með þeim áherslum að standa vörð um byssueign, að hversdagsvæða vændishúsaiðnaðinn og auka kynlífsfræðslu í skólum. En nú er ljóst að embættismenn fylkisins eru skyldugir til að skipa einhvern annan samflokksmann í embættið sem Hof var kjörinn í.

 

Auglýsing

læk

Instagram