https://www.xxzza1.com

David Bowie látinn

Tónlistarmaðurinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára gamall.

David Bowie átti magnaðan tónlistarferil. Hann sló í gegn árið 1972 með plötu sinni The Rise and fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars.

Í yfirlýsingu á Facebook-síðu Bowie kemur fram að hann hafi barist við krabbamein í eitt og hálft ár.

David Bowie lést í dag umvafinn fjölskyldu sinni eftir 18 mánaða hetjulega baráttu við krabbamein. Margir deila sorg þeirra en við biðjum ykkur um að gefa fjölskyldunni næði á þessum sorgartímum.

Bowie átti afmæli á föstudaginn og sendi þá frá sér plötuna Blackstar sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu.

Á meðal þekktustu laga Bowie eru lögin Let‘s Dance, Space Oddity, Heroes, Changes, Under Pressure, China Girl, Modern Love, Rebel Rebel, All the Young Dudes, Panic in Detroit, Fashion, Life on Mars og Suffragette Ciy.

Auglýsing

læk

Instagram