Auglýsing

David Schwimmer og eiginkona hans „í pásu“

Leikarinn David Schwimmer, sem gerði garðinn frægan sem Ross Geller í gamanþáttunum Friends, og Zoe Buckman, eiginkona hans til sjö ára, hafa sent frá sér tilkynningu um að samband þeirra sé í pásu.

Hjónin tilkynntu þetta í tímaritinu Us Weekly. Þar sögðust þau hafa ákveðið að slíta samvistum og velta fyrir sér framtíð hjónabandsins. Þau ítreka að ást, umhyggja og vinátta þeirra hafi ráðið för þegar ákvörðunin var tekin.

 

David og Zoe eiga eina dóttur, fædda árið 2011, en í tilkynningunni sögðu þau að hagsmunir hennar hafi ráði för í þessu ferli.

Fyrir Friends-aðdáendur hljómar þetta líklega kunnuglega en margir muna eflaust eftir hinni frægu pásu Ross og Rachel í þáttunum. Það er því líklegt að fólk brosi út í annað yfir þessu.

Það er bara vonandi fyrir David Schwimmer að hann geri ekki sömu mistök og karakterinn hans, Ross Geller, og misskilji muninn á pásu og því að hætta saman.

Sjáðu samansafn af pásu Ross og Rachel í Friends.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing