Dómur kveðinn upp í tengslum við brunann á Selfossi

Í dag klukkan 13 var kveðinn dómur yfir Vigfúsi Ólafssyni í Héraðsdómi Suðurlands. Dómurinn hljóðar upp á fimm ára fangelsisvist fyrir manndráp og íkveikju, en Vigfús kveikti í eigin húsi í október 2018. Í húsinu, sem stóð að Kirkjuvegi á Selfossi, voru karl og kona en þau létust bæði.

Sjá einnig: Karlmaður ákærður fyrir manndráp eftir bruna á Selfossi

RÚV greinir frá því að Vigfúsi er einnig gert að greiða allan sakarkostnað, sem og á þriðja tug milljóna í skaðabætur til aðstandenda fórnarlamba sinna. Einnig kemur fram í frétt RÚV að sá tími sem Vigfús hefur setið í gæsluvarðhaldi, þ.e. frá október 2018, skuli dragast frá dómnum.

 

Auglýsing

læk

Instagram