Drengirnir ekki enn fengið að hitta föður sinn: „Hún virðist telja sig hafna yfir lög“

Edda Björk Arnardóttir er komin til Noregs og mun þar sæta gæsluvarðhaldi þar til mál hennar verður tekið fyrir hjá norskum dómstólum. Ekki er komin dagsetning á málaferlin en samkvæmt norskum blaðamönnum hjá Nettavisen þá gátu dómstólar ekki ákveðið dagsetningu fyrr en vitað væri með vissu að Edda Björk yrði viðstödd réttarhöldin.

Skjáskot/Youtube

Á meðan íslenskir fjölmiðlar velta vöngum yfir örlögum Eddu Bjarkar þá er barnsfaðir hennar staddur hér á Íslandi og leitar að börnum sínum. Drengirnir þrír, sem bæði norskir og íslenskir dómstólar hafa dæmt að eigi að vera hjá föður sínum, eru því án beggja foreldra sinna – faldir af vinum eða ættingjum Eddu Bjarkar.

Hver er með drengina?

Nútíminn hafði samband við lögmann föðurs drengjanna, Leif Runólfsson, en eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur faðirinn ekki viljað stíga fram í fjölmiðlum og segir hann það gert til að vernda börnin. Nútíminn vildi vita hvort það væri ekki eðlileg þróun þessa sorglega máls að faðirinn fái drengina í sína umsjá?

„…vonar að þeir fái að faðma föður sinn áður en langt um líður.“

„Jú, það er engin spurning að mínu mati. Í raun hefði móðir í allra síðasta lagi átt að afhenda föður börnin þann 31. janúar 2023 er Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að henni bæri að afhenda drengina,“ segir Leifur sem hefur, fyrir það eitt að starfa sem lögmaður föðursins og gæta hagsmuna hans, verið úthrópaður kvenhatari á samfélagsmiðlum.

Leifur segir að móðir drengjanna hafi neitað að afhenda þá þrátt fyrir niðurstöðu dómstóla: „Hún virðist telja sig hafna yfir lög en á þessari stundu er ekki vitað hvar drengirnir eru.“

Er verið að fela börnin frá föður sínum, eina forsjáraðila þeirra?

„Það er verið að því. Það gæti varðað við 193. grein almennra hegningarlaga,“ segir Leifur.

En hvað segir þessi 193. grein almennra hegningarlaga sem Leifur vísar til?
  • „Hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt.“Skjáskot úr myndskeiði sem samtökin Líf án ofbeldis birtu á Facebook þar sem meðlimir þess gerðu hróp að drengjunum og föður þeirra. Skjáskot/Facebook

Æstur múgur hrópaði ókvæðisorð að föðurnum

Leifur segir yfirvöld hafa verið með þetta mál til meðferðar frá degi eitt og um leið og drengirnir finnast þá hefst aðförin á ný sem var frestað á dögunum þegar æstur múgur gerði hróp og köll að bæði drengjunum og föður þeirra. Á myndskeiði sem tekið var fyrir utan heimili Eddu Bjarkar, þegar flytja átti drengina til Noregs, heyrist hópur fólks hrópa ljót orð að föður drengjanna í návist þeirra en talið er að börnin hafi orðið fyrir miklu áfalli vegna þessa.

„Faðir drengjanna er reiðubúinn að taka við þeim hvenær sem er,“ segir Leifur sem vonar að þeir fái að faðma föður sinn áður en langt um líður.

Auglýsing

læk

Instagram