Dróna flogið í veg fyrir þyrlu fyrir ofan Reykjavíkurtjörn, segir að þyrlan hefði getað hrapað

Ekki mátti miklu muna að dróni, eða flygildi, flygi á þyrlu þegar hún flaug yfir Reykjavíkurtjörn í gær.

Flugmaður þyrlunnar segir að afleiðingarnar hefðu orðið alvarlegar, þyrlan hefði hrapað. Fimm farþegar voru um borð í þyrlunni.

Þetta kemur fram á RÚV.

Rætt er við flugmanninn Gísla Gíslason en hann segist ekki trúa því að Íslendingur hafi verið að stýra drónanum, þeir viti að þetta er bannað.

Þegar hann flaug þyrlunni yfir ráðhúsið og Reykjavíkurtjörn flaug dróninn fyrir hann og yfir í nokkurra metra fjarlægð.

„Ég sé merkið, ég sá að þetta var hvítur Phantum dróni eins og er svo algengur orðið. Ekki það að ég sé á móti drónum; ég elska dróna en bara mig langar ekki að hitta einn,“ segir Gísli í samtali við RÚV.

Í fréttinni kemur einnig fram að drónar eigi að vera þannig útbúnir að þeir geti ekki flogið nálægt flugvöllum enda er það stranglega bannað.

Auglýsing

læk

Instagram