Ed Sheeran bætist í aðdáendahóp íslenska landsliðsins

Einn frægasti tónlistarmaður í heiminum í dag, Ed Sheeran, er greinilega aðdáandi íslenska landsliðsins í fótbolta. Það má allaveganna gera ráð fyrir því miðað við ljósmynd sem hann deildi á Instagram reikningi sínum í gær.

Á myndinni má sjá Ed ásamt hópi af karlmönnum sem eru merktir Íslandi. Myndin er sjálfa sem Ed virðist hafa tekið sjálfur en með honum á myndinni eru fjórir karlmenn. Þrír þeirra eru líkt og Ed klæddir í landsliðstreyjuna en einn þeirra fer aðeins frumlegri leið og er í bol merktum versluninni Iceland, sem er enska heitið yfir Ísland.

Sjá einnig: Rúrik hlutgerður af argentískum konum og hataður af argentískum körlum: „Ég skal hugga þig“

Umrædda mynd setti Ed í svokallað Story á Instagram hjá sér en það þýðir að hægt sé að skoða hana í 24 klukkutíma. 23,6 milljónir manns eru að fylgja Ed á Instagram. Smelltu hér til að skoða Instagram reikning Ed Sheeran.

Strákarnir okkar hafa vakið mikla athygli á HM í Rússlandi og hafa öðlast stuðning út um allan heim. Ástralski leikarinn Russell Crowe lýsti á dögunum yfir stuðningi við liðið sem hefur einnig vakið aðdáun í Bangladess þar sem Sayeed Mojumder komst í fréttirnar.

Ed, Russell og Sayeed þurftu þó að sætta sig við að horfa á tap gegn Króatíu í gær en geta verið stoltir af strákunum okkar líkt og við Íslendingar.

Auglýsing

læk

Instagram