Emma Watson vitnar í Gunnar Braga um kynjajafnrétti

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra birtir í dag grein á vef The Guardian um HeForShe-átak UN Women. HeForShe er alþjóðlegt átak sem miðar að því að fá karlmenn til að taka þátt í jafnréttisbaráttunni.

Hátt í þúsund manns hafa þegar dreift grein Gunnars.

Leikkonan Emma Watson hefur verið ein af talskonum verkefnisins en ræða sem hún flutti á ráðstefnu sem markaði upphaf átaksins vakti mikla athygli.

Watson vitnar í grein Gunnars Braga á Twitter-síðu sinni í dag. Hún segir að Ísland sé í fararbroddi átaksins og vitnar í orð Gunnars um að íslenskir karlmenn séu að átta sig á því að jafnrétti sé alþjóðlegt mannréttindamál.

Eins og Gunnar bendir á hér þurfa aðrar þjóðir að reyna að ná Íslandi.

Auglýsing

læk

Instagram