Gunni lék á als oddi á blaðamannafundi: „Heyrði að það væri frábært að fagna í Amsterdam“

Gunnar Nelson sigraði Albert Tumenov með uppgjafartaki í 2. lotu á bardagakvöldi UFC á sunnudagskvöld. Gunnar fékk rúmlega sex milljón króna bónus fyrir eiga eina bestu frammistöðu kvöldsins.

Gunnar lék á als oddi á blaðamannfundinum eftir bardagann en hann fékk nokkrar spurningar frá blaðamönnum í Rotterdam. Hann var meðal annars spurður hvernig hann kunni við sig í borginni og hann sagðist vera ánægður með veðrið.

„Ég er svo á leiðinni til Amsterdam með vinum mínum að fagna. Ég heyrði það væri frábært að fagna í Amsterdam,“ sagði Gunnar og uppskar hlátur viðstaddra.

Horfðu á samantekt af tilsvörum Gunnars á blaðamannafundinum hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram