today-is-a-good-day

Emmsjé Gauti skiptir um skoðun á Reykjavíkurdætrum, segir þær fyrirmyndir fyrir aðrar stelpur

Emmsjé Gauti hefur skipt um skoðun á Reykjavíkurdætrum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Það vakti mikla athygli í janúar í fyrra þegar hann birti þetta umdeilda tíst:

Gauti segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag að þetta með að Reykjavíkurdætur séu „feit pæling sem gekk ekki upp“ sé hattur sem hann er tilbúinn að éta. „Við getum alveg ennþá deilt um hvort ég fíli allt rappið þeirra. Það er enn dót þarna sem mér finnst jafn leiðinlegt og þegar ég tvítaði þessu,“ segir hann.

En skoðun mín á hljómsveitinni er algjörlega búin að breytast því pælingin um þær sem fyrirmyndir fyrir aðrar stelpur er svo sterk að hún gekk klárlega upp.

Gauti segist í Fréttablaðinu hafa séð áhrif Reykjavíkurdætra vel á keppninni Rímnaflæði í fyrra en þá tóku sjö stelpur þátt. „Það er alveg eitthvert met og það þarf enginn að segja mér að það sé einhverjum öðrum en þeim að þakka. Þetta er allt að gerast,“ segir hann.

Sjálfur segist Gauti í Fréttablaðinu hafa alist upp við sterka kvenfyrirmynd í rappinu. „Cell7, Ragna Kjartansdóttir var fyrirmynd fyrir mér. Ég naut þeirra forréttinda að vera í stúdíóinu þegar hún var að taka upp hjá pabba,“ segir hann.

„Það var ekki eins aðgengilegt fyrir alla aðra að hafa svona sterka kvenfyrirmynd í rappinu á þessum tíma. Við viljum sjá fleiri stelpur rappa, það er staðreynd. En það er samt ekki hægt að skamma rappstráka fyrir að vera partur af sporti sem skartar fáum stelpum.

Ég held að þar séu eingungis opnir faðmar og við viljum sjá sem flestar stelpur koma inn í senuna. Ef einhver er á annarri skoðun má sá hinn sami hypja sig.“

Gauti er einn af þeim sem vinnur nú að skipulagningu á snjóbretta- og tónlistarhátíðinn AK Extreme. Hátíðin fer fram á Akureyri um næstu helgi. Hátíðin lítur vel út. Nánar hér.

Auglýsing

læk

Instagram