„Erum forvitnar að sjá hversu marga við getum fengið til að labba út á Hróarskeldu“

Reykjavíkurdætur koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur rapphópur kemur fram á hátíðinni, eftir því sem Nútíminn kemst næst. Fréttablaðið greinir frá því í dag að rafdúettinn Miklywhale komi einni fram á hátíðinni.

Umboðsmaðurinn Alda Karen Hjaltalín segir að unnið sé að skipulagningu á stórum Evróputúr í sumar og að það sé þegar búið að bóka Reykjavíkurdætur á nokkrar af stærstu tónlistarhátíðirnar í Evrópu.

Hún segir að boltinn hafi byrjað að rúlla eftir Airwaves í fyrra og að mjög virtir einstaklingar innan tónlistarbransans hafi hrósað þeim í bak og fyrir.

Ég man eftir einum sem sagði að svona hóp væri hvergi annars staðar að finna í heiminum. Enda eru þær engin venjuleg hljómsveit þær eru óstöðvandi bylting.

Reykjavíkurdætur hafa verið milli tannanna á fólk síðustu daga eftir að Ágústa Eva gekk út úr þætti Gísla Marteins á meðan þær tróðu upp á föstudagskvöld. „Erum forvitnar að sjá hversu marga við getum fengið til að labba út á Hróarskeldu,“ segir rapparinn Katrín Helga.

Hljómsveitin er á leiðinni til London strax í mars þar sem þær koma fram á helstu hipp hoppstöðunum í miðborginni. Rapparinn Vigdís Ósk Howser segir að allir tónleikarnir séu skipulagðir af hörðustu femínistunum í Bretlandi. „Feministamafían í London vill taka okkur inn — það verður athöfn,“ segir hún.

Rapparinn Junior Cheese segir að tónleikahaldið í Evrópu sé eðlilegt framhald, enda hafi hún átt Íslandsmetið í skólahreysti í mörg ár.

„17 ára mér hefði aldrei dottið í hug á fyrstu Hróarskeldunni að ég myndi seinna fá að spila á hátíðinni. Slík hugsun hefði leitt til gífurlegrar endurskoðunar á lifnaðarháttum mínum, þið vitið: „This Cheese has been in the sun for too long mmmhmm“. Þið skiljið hvert ég er að fara með þetta,“ segir hún.

„Á þessum tíma var ég bara að einbeita mér að því að slá Skólahreystismetin mín og grunaði ekki að tónlistarferillinn yrði eins og heilinn minn seinna meir svo ég kvóti nú Jón Gnarr: „My mind is like Swiss Cheese, it has a lot of holes but is still very good!““

Auglýsing

læk

Instagram