Fær ekki að breyta nafni sínu í Tottenham: „Ég er mjög leiður“

Auglýsing

David Lind, fótboltaáhugamaður frá Svíþjóð, fékk slæmar fréttir í vikunni en sænsk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að breyta nafni sínu í Tottenham. Lind segist vera svekktur yfir niðurstöðunni í samtali við sænska miðilinn Nerikes Allehanda.

Sjá einnig: Fær loksins að heita Sigríður Hlynur

Lind, sem er 39 ára gamall, er mikill stuðningsmaður Tottenham Hotspurs sem leikur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann segir að það líti út fyrir að það megi heita nánast hvað sem er í Svíþjóð, en ekki Tottenham.

„Það er fullt af fólki í Svíþjóð sem heitir undarlegum nöfnum. Það er meira að segja einhver sem heitir Potato,“ segir Lind. „Það er ekkert eðlilegra að heita Newcastle, Arsenal, Liverpool eða Guiseley.“

Auglýsing

 

Lind vitnar þarna í það þegar landi hans Jacob fékk að breyta nafni sínu í Jacob Guiseley Åhman-Dahlin. Lind segir að hann telji líklegt að það hafi verið Arsenal stuðningsmaður sem neitaði umsókn hans en Arsenal og Tottenham eru erkifjendur í fótboltanum.

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram