https://www.xxzza1.com

Fær ekki að breyta nafni sínu í Tottenham: „Ég er mjög leiður“

David Lind, fótboltaáhugamaður frá Svíþjóð, fékk slæmar fréttir í vikunni en sænsk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að breyta nafni sínu í Tottenham. Lind segist vera svekktur yfir niðurstöðunni í samtali við sænska miðilinn Nerikes Allehanda.

Sjá einnig: Fær loksins að heita Sigríður Hlynur

Lind, sem er 39 ára gamall, er mikill stuðningsmaður Tottenham Hotspurs sem leikur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann segir að það líti út fyrir að það megi heita nánast hvað sem er í Svíþjóð, en ekki Tottenham.

„Það er fullt af fólki í Svíþjóð sem heitir undarlegum nöfnum. Það er meira að segja einhver sem heitir Potato,“ segir Lind. „Það er ekkert eðlilegra að heita Newcastle, Arsenal, Liverpool eða Guiseley.“

 

Lind vitnar þarna í það þegar landi hans Jacob fékk að breyta nafni sínu í Jacob Guiseley Åhman-Dahlin. Lind segir að hann telji líklegt að það hafi verið Arsenal stuðningsmaður sem neitaði umsókn hans en Arsenal og Tottenham eru erkifjendur í fótboltanum.

 

Auglýsing

læk

Instagram