Fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar

 

Fellibylurinn Dorian gengur hart yfir Bahamaeyjar og skilur eftir sig slóð af eyðileggingu. Mun þetta vera einn stærsti fellibylur sem gengið hefur yfir Atlantshafið.

Hubert Minnis forsætisráðherra Bahamaeyja sagði í viðtali að minnst 5 manns hefðu látið lífið í storminum en yfirvöld óttast að sú tala muni fara hækkandi. Mikið af fólki er í mikilli neyð þar sem flæðir bæði yfir hús og götur. Fólk hefur verið beðið um að halda ró sinni en björgunarfólk þurfti að bíða af sér versta storminn þar til það komst af stað.

Fellibylurinn hefur nú verið færður úr stigi 4 niður í stig 3 en er þrátt fyrir það ennþá mjög öflugur.

 

 

 

 

Auglýsing

læk

Instagram