„Femínismi“ orð ársins 2017

Orðabók Merriam-Webster útgáfunnar hefur valið „femínismi“ orð ársins 2017. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Daily Beast.

Orðabók Merriam-Webster skilgreinir nafnorðið „femínismi“ sem kenninguna um pólitískt, efnahagslegt og samfélagslegt ójafnrétti kynjanna og sem skipulagða starfsemi í þágu kvenna eða í nafni kvenréttinda.

Samkvæmt umfjöllun Daily Beast er valið á orði ársins byggt á tölfræðilegum áhuga almennings yfir tólf mánaða tímabil. „Ákvörðun Merriam Webster er því ekki pólitísk,“ segir þar.

Orðið „surreal“ eða „súrrealískt“ var valið orð ársins í fyrra en „fascism“ eða „fasismi“ var í öðru sæti.

Auglýsing

læk

Instagram