Ferðamenn handteknir á Austurlandi fyrir að skera lamb á háls, sögðust vilja lina þjáningar þess

Lögreglan á Austurlandi handtók tvo bandaríska ferðamenn í gærkvöldi fyrir að stela lambi og skera það á háls. Mennirnir voru handteknir nálægt bænum Ós í Breiðdal. Þetta kemur fram á vef DV.

Jónas Vilhelmsson yfirlögregluþjónn segist í samtali við DV ekki kannast við sambærilegt mál. „Þeir höfðu ekki borðað lambið þegar lögreglan náði tali af þeim,“ segir hann.

Á Facebook-síðu lögreglunnar á Austurlandi kemur fram að mennirnir hafi gefið þær skýringar að lambið hafði verið slasað og þetta hafi verið gert til að lina þjáningar þess.

Mennirnir voru kærðir fyrir eignaspjöll og brot á dýraverndunarlögum. Þeir fengu sekt og var gert að greiða bóndanum sem átti lambið bætur. Mönnunum var svo sleppt en þeir ferðast um landið á tveimur húsbílum samkvæmt DV.

Auglýsing

læk

Instagram