Ferðamennirnir misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru nánast af því hausinn

Eins og Nútíminn greindi frá fyrr í þessum mánuði hafði lögreglan á Austurlandi afskipti af bandarískum ferðamönnum fyrir að stela lambi og skera það á háls. Krufningarskýrsla um málið liggur nú fyrir en þar kemur fram að lambinu var misþyrmt illa áður en þeir skáru nánast af því hausinn. Frá þessu er greint á Vísi.is í dag.

Þegar lögreglu var tilkynnt um málið og kom á staðinn voru ferðamennirnir átta. Einn mannanna gekkst við því að hafa drepið lambið og var sektaður á staðnum. Samkvæmt krufningarskýrslunni telst ljóst að fleiri en einn aðili kom að því að misþyrma lambinu en kæran byggir á krufningarskýrslunni auk framburði vitna.

Fram kemur í frétt Vísis um málið að nokkur rifbein lambsins hafi verið brotin auk þess sem hinir meintu dýraníðingar höfðu talsvert fyrir því að ná lambinu áður en þeir gengu gengu í skrokk á því.

Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri á Austurland isegir í samtali við Vísi að málið sé litið mjög alvarlegum augum. „Við skoðum kæru frá MAST þegar þar að kemur og tökum ákvörðun í framhaldinu,“ segir Inger.

Auglýsing

læk

Instagram