Fjölskyldan flutt úr landi á alþjóðlegum degi mannréttinda, mikil reiði á samfélagsmiðlum

Albönsk fjölskylda var flutt úr landi í nótt eftir ákvörðun Útlendingastofnunar. Lögreglan fjarlægði fjölskylduna af heimili sínu í nótt og ók út á flugvöll. Myndband af því þegar fjölskyldan var sótt var birt á Facebook. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Stundin greinir frá því að maðurinn, Kastrijot Pepoj, hafi flutt til Íslands með fjölskyldunni til að forðast hefndir glæpagengis, eftir að hafa verið skotinn í höndina, og til að nálgast lyf og læknishjálp fyrir son sinn sem er langveikur.

Vísir greinir frá því að vinnuveitandi fjölskylduföðursins segi að um yndislega og harðduglega fjölskyldu sé að ræða sem hafi komið sér vel fyrir á þeim tíu mánuðum sem hún hefur dvalið á Íslandi. Fjölskyldan hafi ekki viljað að mótmælt yrði á heimili hennar heldur ætlaði hún að mæta örlögum sínum.

Óðinn Snær Ragnarsson birti þetta myndband sem sýnir þegar lögreglan fjarlægir fjölskylduna af heimili sínu.

Albönsk fjölskylda sem kom hingað til lands í leit að betra lífi var send aftur til heimalands síns í nótt. Það er hræðilegt að ekki skuli vera hægt að veita fólki/ fjölskyldum sem hingað koma í neyð hæli af mannúðarástæðum eins og þessari fjölskyldu. Allir þeir sem komu að ákvörðuninni um að senda þessa fjölskyldu til baka mættu skammast sín. Fulltrúar Lögreglunnar sem mættu á staðinn mættu gera slíkt hið sama. http://stundin.is/frett/logreglan-leidinni-ad-fjarlaegja-albonsku-fjolskyl/

Posted by Óðinn S. Ragnarsson on Wednesday, December 9, 2015

Mikil reiði er yfir þessari ákvörðun Útlendingastofnunar á samfélagsmiðlum og fólk gagnrýnir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Þess má geta að í dag er alþjóðlegur dagur mannréttinda.

Auglýsing

læk

Instagram