Fjórar hræðilegustu staðreyndirnar um Leiðréttinguna

Skýrsla Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána, sem lögð var fram á Alþingi í dag.

Kjarninn hefur unnið góðar samantektir úr skýrslunni og Nútíminn greip fjórar hræðilegustu staðreyndirnar.

 

1. 1.250 heimili sem borguðu auðlegðarskatt árið 2013 fengu Leiðréttingu

Fjárhæðin sem þessi heimili fengu í Leiðréttingunni nam 1,5 milljörðum króna og náði til fjórðungs allra þeirra heimila sem greiddu auðlegðarskatt. Meðallækkunin sem þessi hópur fékk nam 1,2 milljónum króna. Þau greiddu auðlegðarskatt árið 2013 áttu meira en 75 milljónir króna í hreina eign. Hjón áttu yfir 100 milljónir króna.

2. Meðallækkun á hófuðstól verðtryggðra húsnæðisskulda var mest hjá þeim tekjuhæstu

raining_david_tennant

Lækkun á höfuðstól verðtryggðra húsnæðisskulda var mest hjá tveimur tekjuhæstu hópunum. Meðallækkunin hjá þeim var á bilinu 890 þúsund krónur til 1.620 þúsund krónur.

3. Þau sem skulduðu lítið fengu leiðréttingu

7297555

Um 18 þúsund heimili, af alls um 57 þúsund heimilum sem fengu skuldir sínar lækkaðar, skulduðu minna en tíu milljónir króna af verðtryggðu húsnæðisláni.

4. Ungt fólk fékk minnst

SsvcfhF

Þau sem eru 35 ára og yngri fengu minnst úr Leiðréttingunni.

Auglýsing

læk

Instagram