Fjórða Vaktarserían væntanleg, Jón Gnarr undirbýr Öryggisvaktina

Fjórða Vaktarsérían er í undirbúningi hjá 365 miðlum. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.

Jón Gnarr hyggst tilkynna í dag hvort hann ætli í forsetaframboð. Fréttatíminn greinir frá því í dag að ekki virðist mikið fararsnið á Jóni í starfi hans sem framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 þar sem fjórða Vaktarserían ku vera væntanleg.

Öryggisvaktin er nafnið á nýju þáttaröðinni sem fylgir í kjölfar Fanga-, Dag- og Næturvaktarinnar og kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson. Þættirnir eru á meðal þeirra allra vinsælustu sem sýndir hafa verið í íslensku sjónvarpi.

Samkvæmt frétt Fréttatímans verður Jón sjálfur í aðalhlutverki en til að rýma fyrir Öryggisvaktinni hefur fjórða þáttaröð Pressu verið sett á ís.

Ekki náðist í Sævar Frey Þráinsson, forstjóra 365, við vinnslu fréttarinnar.

Auglýsing

læk

Instagram