Jón Gnarr segir fáránlegt að engir stjórnmálaflokkar séu að tala um loftslagsbreytingar

Jón Gnarr segir Íslendinga hafa tækifæri til að vera leiðandi og sýna gott fordæmi í að sporna gegn loftslagsbreytingum. Hann segir klikkað að enginn stjórnmálamaður sé að tala um loftslagsbreytingar. Þetta kom fram í viðtali við Jón hjá Svala og Svavari á K100 í morgun.

Hlustaðu á brot úr viðtalinu hér fyrir ofan.

Jón er á leiðinni til Texas í Bandaríkjunum þar sem hann hyggst kenna kúrs í handritagerð í háskólanum í Houston. Í kúrsinum verður skrifað handrit að sjónvarpsþáttum en eina skilyrðið er að þeir gerist í Houston og fjalli um loftslagsmál.

Sjá einnig: Veðurfréttirnar á RÚV vöktu mikla athygli, hvatti fólk til að sniðganga vörur frá Kína

„Ég skil ekki af hverju við Íslendingar erum ekki að gera þessa hluti sem er verið að prófa í útlöndum eins og rafbílavæðingu, banna plastpoka og alla þessa hluti,“ sagði Jón í viðtalinu.

Af hverju erum við ekki að gera neitt svona? Því þetta væri svo auðvelt fyrir okkur. Við gætum sýnt stórum þjóðum að þetta er hægt.

Jón tók dæmi: „Á stórum fundum þegar menn segja: „Það er ekki hægt að banna plastpoka bla bla bla“ – þá er hægt að segja: „Íslendingar gerðu það“.“

Hann saknar þess að heyra fólk í stjórnmálum tala um loftslagsbreytingar. „Mér finnst alveg fáránlegt að það séu engir stjórnmálaflokkar að tala um þetta. Mér finnst það algjörlega klikkað. Þú heyrir engan stjórnmálamann tala um loftslagsmál,“ sagði Jón.

Jón sagði að það sem gerir stjórnmálafólki erfitt að ræða þessi mál sé að þá þurfi það að ræða leiðinlega hluti.

„Eins og á Íslandi, hverju gætum við breytt til að sporna gegn hlýnun jarðar? Við gætum hætt að kveikja þessi bál úti um allt land og brenna rusl. Það er bara ekki gott mál lengur að brenna rusl. Við gætum dregið úr rakettunotkun. Þetta eru allt bara hlutir sem fæstum finnst spennandi,“ sagði hann.

Auglýsing

læk

Instagram