Jón Gnarr hættur hjá 365

Jón Gnarr hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 og um leið sem fastur starfsmaður fyrirtækisins. Þetta kemur fram á Vísi.

Í frétt Vísis kemur fram að Jón hafi ákveðið að snúa sér alfarið að sinni sjálfstæðu listsköpun og verkefnum tengdum henni. Hann var ráðinn ráðinn ritstjóri innlendrar dagskrár hjá 365 í júlí í fyrra.

Hann hefur undanfarna mánuði unnið að sjónvarpsþáttunum Borgarstjórinn sem sýndir verða á Stöð 2 í haust og mun halda þeirri vinnu áfram. Samkvæmt Vísi er tökum á þáttunum lokið en klipping og lokafrágangur er eftir.

Auglýsing

læk

Instagram