Fjórir íslenskir raunveruleikaþættir sem við söknum og viljum sjá aftur

Eins og greint var frá á dögunum verður íslensk útgáfa af The Voice á dagskrá Skjás eins í haust. Ísland Got Talent verður einnig á dagskrá Stöðvar 2 og Biggest Loser snýr einnig aftur á skjáinn.

Sjá einnig: Íslensk útgáfa af The Voice í loftið: 60 söngvarar keppa í vinsælasta þætti heims

Raunveruleikaþættir eru frábærir og við viljum meira. Hér eru fjórir raunveruleikaþættir sem við söknum og viljum sjá aftur.

 

4. Idol – stjörnuleit

Idolið er drottning raunveruleikasjónvarpsins á Íslandi. Það voru beinar útsendingar í Vetrargarðinum í Smáralind — hann er ekki til lengur.

Þarna kynntumst við Kalla Bjarna, Hildi Völu, Ingó, Snorra, Heiðu Ólafs og Snorra Snorrasyni. Tvö síðastnefndu eru meira að segja par í dag.

Við kynntumst líka Emmsjé Gauta.

3. Allt í drasli

580-alltidrasli

Frábærir þættir sem voru á dagskrá Skjás Eins. Í þættinum heimsóttu þau Heiðar Jónsson og Margrét Sigfúsdóttir illa hirt heimili og veittu leiðsögn sína í tiltekt og þrifum.

Við kynntumst til dæmis Helga Pírata þarna, sem var nýfluttur að heiman.

2. Íslenski piparsveinninn

AR-510060413

Ótrúlegur þáttur. Í umfjöllun um þáttinn á sínum tíma kom fram að í honum myndi ungur maður velja sér lífsförunaut úr hópi föngulegra kvenna og fara með þeim á stefnumót til að glöggva sig betur á hver er hans eina sanna.

Leitað var piparsveininum um allt land. Hann þurfti að vera fallegur jafnt að utan sem innan og vera virkilegt eiginmannsefni sem allar konur vilja.

Hann mátti gjarnan vera í góðri stöðu og hafa góð og heilbrigð markmið og lífsskoðanir. Stúlkurnar voru valdar út frá svipuðum forsendum.

Steingrímur Randver Eyjólfsson valdi svo Jenný Ósk Jensdóttur en þau eru ekki saman í dag.

1. Ástarfleyið

??stafleygi??

Ástarfleyið var sýnt á sjónvarpsstöðinni Sirkus árið 2005. Þættirnir voru byggðir á raunveruleikaþáttunum Loveboat sem nutu talsverðra vinsælda víða um heim.

Í kynningarefni fyrir þáttinn á sínum tíma kom fram að sjö umsækjendur af hvoru kyni myndu fá tækifæri til að kynnast nýju fólki, nýju landi og sjálfu sér upp á nýtt um borð í ævintýraskútunni Ástarfleyinu.

Flogið var til Tyrklands þar sem Ástarfleyið sigldi og leikarinn Valdimar Örn Flygenring var þátttakendum innan handar þegar kom að skemmtunum, samskiptum kynjanna og óræðum reglum ástar og tilfinninga, eins og það var orðað.

Einu skilyrðin fyrir þátttöku voru að vera opin, á lausu og til í hvað sem er. Ýmislegt gekk á í þáttunum og það vakti mikla athygli þegar tökumaður kom inn í þáttinn eftir að þátttakandi datt út.

Auglýsing

læk

Instagram