Lögregla varar við fleiri svindlpóstum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér enn eina tilkynninguna þar sem varað er við tölvupósti sem svindlarar senda á fólk.

Í þetta sinn er pósturinn merktur Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra. Lögregla segir að Sigríður sé ranglega titluð sem sendandi og skilaboðin ranglega merkt lögreglunni.

Lögreglan varar fólk við að smella ekki á neina hlekki eða viðhengi sem berast í grunsamlegum póstum og tekur svo fram að slíkur póstur kæmi aldrei frá lögreglunni og besta ráðið sé að tilkynna hann strax til lögreglu.

Auglýsing

læk

Instagram