Fleet Foxes kemur tvisvar fram á Iceland Airwaves

Auglýsing

Fleet Foxes, Billy Bragg, JFDR, Mammút og Sturla Atlas koma fram á Iceland Airwaves-hátíðinni sem fer fram dagana 1. til 5. nóvember.

Fleet Foxes koma fram tvisvar sinnum í Eldborgarsal Hörpu, 3. og 4. nóvember og þurfa áhugasamir að kaupa sérstakan miða á fyrri tónleikana en þeir síðari standa öllum miðahöfum Iceland Airwaves til boða.

Miðasala á fyrri tónleika Fleet Foxes hefst á tix.is og harpa.is föstudaginn 24. febrúar.

Þessir listamenn sem tilkynntir voru í dag:

Fleet Foxes (US)
Billy Bragg (UK)
Mammút
Lido Pimienta (CF)
Childhood (UK)
Lonely Parade (CA)
JFDR
Hórmónar
Shame (UK)
KÁ-AKÁ
Tófa
Hildur
Alexander Jarl
Cyber
Sturla Atlas
aYia

Auglýsing

Hátíðin verður einnig haldin á Akureyri þar sem boðið verður upp á dagskrá í tvo daga. Af þeim listamönnum sem tilkynntir hafa verið og koma einnig fram á Akureyri eru Ásgeir, Benjamin Clementine, Emiliana Torrini and the Colorist, JFDR, Arab Strap, Mammút, KÁ-AKÁ, Emmsjé Gauti, GKR, Xylouris White, Hildur, Alexander Jarl, aYia, Sturla Atlas og Cyber.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram