Auglýsing

Floyd Mayweather kláraði Conor McGregor í tíundu lotu

Einn stærsti bardagaviðburður allra tíma fór fram í nótt þegar Conor McGregor mætti Floyd Mayweather í Las Vegas. Skemmst er frá því að segja að Maywe­ather sigraði Conor nokkuð örugglega í tíundu lotu. Conor byrjaði nokkuð vel en þegar líða tók á bardagann seig Mayweather fram úr og sigraði að lokum örugglega.

Maywe­ather hefur þar með sigrað alla 50 bar­daga sín­a á ferlinum en hann lýsti því yfir eftir bardagann að þetta væri hans síðasti. „Hann var mikið betri en ég bjóst við en ég var betri í kvöld,“ sagði Floyd í viðtali eftir bardagann.

Conor var nokkuð léttur í viðtali eftir bardagann. „Hann er ekkert svo snöggur eða sterkur en hann er vel skipulagður,“ sagði Conor.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing